Skjálás
Það eru nokkrir skjálásvalkostir í boði. Læsingarnar eru taldar upp hér fyrir neðan í
hækkandi röð eftir öryggi.
•
Stroka: engin vörn en þú hefur greiðan aðgang að heimaskjánum.
•
Mynstur: teiknaðu einfalt mynstur með fingrinum til að opna tækið.
•
PIN: sláðu inn PIN-númer sem er a.m.k. fjórar tölur til að opna tækið.
•
Lykilorð: sláðu inn lykilorð sem samanstendur af bókstöfum og tölustöfum til að opna
tækið.
•
Fingraför: styddu fingrinum sem þú hefur skráð á aflrofann til að opna tækið.
Það er afar mikilvægt að þú leggir opnunarmynstrið, PIN-númerið eða lykilorðið á minnið. Ef þú
gleymir þessum upplýsingum er ekki víst að hægt sé að endurheimta mikilvæg gögn, til dæmis
tengiliði og skilaboð.
Ef þú hefur sett upp Microsoft® Exchange ActiveSync® (EAS) reikning í Xperia™ tækinu getur
verið að EAS-öryggisstillingar takmarki tegund læsingar við PIN-númer eða lykilorð. Þetta
gerist þegar kerfisstjóri tilgreinir ákveðna tegund skjálæsingar fyrir alla EAS-reikninga af
11
Þetta er internetútgáfa þessarar útgáfu. © Prentið aðeins til einkanota.
öryggisástæðum. Hafðu samband við kerfisstjóra fyrirtækisins til að athuga hvaða
öryggisreglur gildi um fartæki. Fingrafaraeiginleikinn er ekki í boði í Bandaríkjunum.
Læsingarmynstur skjás búið til
1
Á
Heimaskjár pikkarðu á .
2
Finndu og pikkaðu á
Stillingar > Lásskjár og öryggi > Skjálás > Mynstur.
3
Fylgdu leiðbeiningunum í tækinu.
Ef þú slærð inn rangt mynstur fimm sinnum í röð þarftu að bíða í 30 sekúndur áður en þú getur
reynt aftur.
Tegund skjáláss breytt
1
Á
Heimaskjár pikkarðu á .
2
Finndu og pikkaðu á
Stillingar > Lásskjár og öryggi > Skjálás.
3
Fylgdu leiðbeiningunum í tækinu.
Læsingarmynstri skjás breytt
1
Á
Heimaskjár pikkarðu á .
2
Finndu og pikkaðu á
Stillingar > Lásskjár og öryggi > Skjálás.
3
Teiknaðu opnunarmynstur skjásins.
4
Pikkaðu á
Mynstur og fylgdu leiðbeiningunum.
PIN-númer til að læsa skjá búið til
1
Á
Heimaskjár pikkarðu á .
2
Finndu og pikkaðu á
Stillingar > Lásskjár og öryggi > Skjálás > PIN-númer.
3
Sláðu inn PIN-númerið og pikkaðu á
Halda áfram.
4
Endurtaktu og staðfestu PIN-númerið og pikkaðu svo á
Í lagi.
Lykilorð til að læsa skjá búið til
1
Á
Heimaskjár pikkarðu á .
2
Finndu og pikkaðu á
Stillingar > Lásskjár og öryggi > Skjálás > Lykilorð.
3
Fylgdu leiðbeiningunum í tækinu.
Swipe-opnunareiginleikinn virkjaður
1
Á
Heimaskjár pikkarðu á .
2
Finndu og pikkaðu á
Stillingar > Lásskjár og öryggi > Skjálás.
3
Teiknaðu opnunarmynstur skjásins eða sláðu inn PIN eða lykilorð, sé einhver
þessara læsinga virk.
4
Pikkaðu á
Strjúka og svo á Já, fjarlægja.
Opnað með fingrafari
Mynstrið, PIN-númerið eða lykilorðið sem þú velur fyrir skjálás verður notað sem varaleið ef þú
virkjar fingrafarakostinn. Ef þú velur aðrar leiðir til að læsa skjánum hreinsast allar
fingrafarastillingar.
Þú getur notað fingrafar til að opna tækið í snarheitum. Til að nota þennan eiginleika
þarftu fyrst að skrá fingrafar og virkja eiginleikann í Fingrafarastjóra.
Fingrafaraeiginleikinn er ekki tiltækur í Bandaríkjunum.
Tækið opnað með fingrafari
•
Á meðan lásskjárinn er virkur styðurðu fingrinum á aflrofann svo tækið geti lesið
fingrafarið og opnað skjáinn. Gættu þess að nota sama fingur og þú skráðir í
Fingrafarastjóra.
Ef þér mistekst fimm sinnum að opna skjáinn með fingrafari geturðu slegið inn mynstur, PIN-
númer eða lykilorð í staðinn.
12
Þetta er internetútgáfa þessarar útgáfu. © Prentið aðeins til einkanota.
Gleymdur skjálás endurstilltur
Ef þú hefur gleymt PIN-númeri, lykilorði eða mynstri skjálássins geturðu endurstillt það
með þjónustunni Protection by my Xperia. Ekkert efni í tækinu glatast eftir að þú hefur
endurstillt skjálásinn með því að nota þessa þjónustu.
Skjálásinn endurstilltur með Protection by my Xperia
1
Vertu viss um að vita Google™ notandanafnið þitt og lykilorðið og að þú hafir
virkjað þjónustuna Protection by my Xperia í tækinu.
2
Farðu á
myxperia.sonymobile.com
í hvaða nettengda tæki sem er.
3
Skráðu þig inn á sama Google™ reikning og er uppsettur í tækinu.
4
Smelltu á myndina af tækinu undir
Tækin þín.
5
Veldu
Læsa til að skipta út núverandi skjálás fyrir nýtt PIN-númer.
6
Fylgdu leiðbeiningunum á skjánum frá Protection by my Xperia.
Allt eftir því hvernig öryggisstillingum þínum er háttað gæti tækið læst sér eftir endurstillingu
skjáláss. Þá þarftu að slá inn Google™ notandanafnið þitt og lykilorð til að geta notað tækið.